Vestur-Skaftafellssýsla austan Skaftár og Kúðafljóts er viðfangsefni þessa lesturs. Merkilegt landssvæði og einna verst leikna þegar kemur að áhrifum eldgosa, enda heimaslóðir Móðuhardinanna.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1972 (2.lestur)
Annar lestur uppúr sérprenti Árbókar Ferðafélagsins frá 1972. Það er Þórsmörk sem er staðarval þessarar ágætu árbókar, og veitir tækifæri til símtals við eldri ættingja með spurningar um hvort viðkomandi hafi tjaldað í Þórsmörk, eða verið yfir Verslunarmannahelgi, eða farið í göngur, eða fest bíl útí Krossá, eða gengið Laugaveginn, nú eða þið getið sagt þeim frá ykkar upplifun í Þórsmörk. Hlustun, símtal, hlustun :)
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1945 (3.lestur)
Í þriðja og jafnframt síðasta lestri úr Árbók Ferðafélags Íslands frá árinu 1945 verður farið yfir Heklugos, sem borið hafa alræmda frægð hennar víða um heim allt frá miðöldum.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1945 (2.lestur)
Haldið áfram með umfjöllun Guðmundar Kjartanssonar um Heklu. Landslag og mótun þessa víðfrægasta eldfjalls landsins.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1945 (1.lestur)
Hekla og umhverfi hennar er lýst skilmerkilega í þessari fyrstu árbók sem kemur út eftir seinni heimsstyrjöld. Hraun, eldgos, jökulhlaup, Selsund og tjaldferð höfundar meðal þess sem ber á góma í þessum páskalestri.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1988 (2.lestur)
Áframhald lesturs úr Vörður á vegi, greinar um miðhálendi Íslands og jaðra þess. Fjallað er um hálendisvegi til forna sem og Þjórsárver, náttúru, dýralíf og sögu.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands (1988), Vörður á vegi
Árbókin 1988 heitir Vörður á vegi og beinir sjónum sínum að miðhálendi Íslands og jöðrum þess með 8 greinum ólíkra höfunda. Lesin eru brot úr nokkrum þeirra og má nefna Húsafell, Kalmanstungu, Ok og Skagfirðingaveg meðal efnis lestursins.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1979 (3 lestur)
Við köfum dýpra ofan í sögu Öræfa og tengsl hennar við óblíð náttúruöfl jökla og sanda, þar sem vatnamenn og vatnahestar glíma við jökulhlaup og eldgos. Hannes Landpóstur, Þórbergur Þórðarson og fleiri glíma við Skeiðarársand í þriðja lestri úr árbók Ferðafélagsins 1979
Kórónulestur úr Nadeschda 3.kviða
Áframhald lesturs úr Söguljóðinu Nadeschda eftir J.L Runeberg. 3.kviða. Bræður takast á um unga konu. Frelsi, þrældómur, skógur, haukar, höll, þegnar, ást, öfund.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1979, 2 hluti.
Áframhald lesturs um sögu, jarðfræði og dýralíf Öræfasveitar, samin af Sigurði Björnssyni kenndur við Kvísker. Einstök heimild og innsýn í sveitina milli sanda sem fór frá því að bera hið grösuga nafn Litla Hérað, yfir í Öræfi eftir hamfarir 1362. Hringið í eldri ættingja og spyrjið út í Öræfi, útfrá Íslendingasögum, jarðfræði, jöklagöngur, flugslys!, og margt fleira. Er viss um að úr verður áhugavert spjall :)
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1979
Árbókin 1979 er skrifuð að Sigurði Björnssyni, kenndur við Kvísker og merkan systkinahóp sem hvert um sig lagði stund á ólík fræði í lífinu, en urðu mörg hver mikilsvirtir fræðimenn. Fjallað er um dýra og plöntulíf sem og ýmis einkenni Öræfasveitarinnar sem hvílir við rætur stærsta eldfjalls landsins. Heillandi innsýn í fyrrum einangruðustu sveit landsins.
Kórónulestur úr sérprenti Árbókar Ferðafélags Íslands (1972)
Lesið uppúr sérprenti Árbókar Ferðafélagsins frá 1972. Það er Þórsmörk sem er staðarval þessarar ágætu árbókar, og veitir tækifæri til símtals við eldri ættingja með spurningar um hvort viðkomandi hafi tjaldað í Þórsmörk, eða verið yfir Verslunarmannahelgi, eða farið í göngur, eða fest bíl útí Krossá, eða gengið Laugaveginn, nú eða þið getið sagt þeim frá ykkar upplifun í Þórsmörk. Hlustun, símtal, hlustun :)
Kórónulestur úr Nadeschda (2.kviða)
Annar lestur úr söguljóðinu Nadeschda eftir J.L. Runeberg, í þýðingu Bjarna Jónssonar frá Vogi. Ritið er gefið út árið 1898 í Reikjavík (prentað Rei! í riti), prentað í prentsmiðjunni Dagskrá, kostnaðarmaður var Sigfús Eymundsson. Hugmyndin að samtali við eldri ættingja gæti verið ljóðakennsla í æsku, ljóðalestur heima fyrir, ljóðskáld innan fjölskyldunnar, og eftirminnileg ljóðskáld 20.aldarinnar.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands
Árbók Ferðafélags Íslands árið 1981 var helguð Ódáðahrauni, hrjóstrugt landsvæði brunasanda og hrauna, en sömuleiðis gróðurvinja norðvestan við Vatnajökul. Hringið í eldri ættingja og spyrjið um tjaldferðir í Herðubreiðalindir, Öskjugos og sögur af hættuförum. Hvert ferðuðust afi og amma, pabbi og mamma, ef ekki til Spánar! Kórónulestur hvetur til samtala í símtölum meðan á Covid 19 stendur :)
Hlekkur á heimasíðu Ferðafélags Íslands
Kórónulestur úr formála Orðabókar Sigfúsar Blöndal
Árið 1903, hóf Sigfús Blöndal ásamt konu sinni, Björg Þórláksdóttur Blöndal, vinnu við gerð íslensk danskrar orðabókar. Verkið tók 21 ár að ljúka, í samstarfi við ýmsa samstarfsmenn. Þrautseigja, þolimæði og vinnusemi skiluðu þjóðinni miklum auð í formi ítarlegustu orðabókar sem tekin hafði verið saman. Spurning að hringja í eldri ættingja og spjalla um tungumálið, orðabækur, langdregin verkefni, samstarf eða hvað sem að lesturinn vekur upp í huga ykkar.
Upplýsingar um tilurð orðabókarinnar, ásamt slóð á formálann í heild sinni, má finna á vef Árnastofnunar
Kórónulestur úr Vér ákærum.
Fjórði kórónulestur er áframhald eldrauðrar ádeilu frá upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Kommúnistar vega hart að hefðbundnum óvini, auðvaldinu, en einna helst yfirvöldum og kóngi, sem með fátækralögum eru talin kúga fátækan lýð landsins. Lesturinn varpar upp hugmyndinni um hvort að áherslur og málfar liðinna alda eigi sér nútímabirtingarmynd. Hringið í eldri ættingja og spyrjið um þeirra upplifun á því hver hafi verið málsvari fátæklinga áður fyrr, hvort þau hafi upplifað þessa róttæku togstreitu sem kommúnisminn einfaldar sem öreiga og auðvald, hvernig litið hafi verið á kommúnisaflokkinn, og hvenær síðasti kommúnistinn hafi birst á opinberum vettvangi.
Kórónulestur úr Sóvétvinurinn (1934)
Við lesum valin brot úr Sóvétvininum, í ritstjórn Kristinns E. Andréssonar, fyrrum alþingismaður og meðlimur Sósíalistaflokksins. Hringjum í eldri kynslóðina og spyrjum um hina áberandi, eftirminnilegu og eldrauðu einstaklinga 20.aldarinnar!
Kórónulestur úr Nadeschda
Fyrsti lestur úr söguljóðinu Nadeschda eftir J.L. Runeberg, í þýðingu Bjarna Jónssonar frá Vogi. Ritið er gefið út árið 1898 í Reikjavík (prentað Rei! í riti), prentað í prentsmiðjunni Dagskrá, kostnaðarmaður var Sigfús Eymundsson
Kórónulestur úr Ferðabók Sveins Pálssonar
Sveinn Pálsson ferðaðist víða um land á árunum 1791-1793 og vann að umfangsmikilli skráningu á náttúru Íslands, dýralífi, jarðfræði, atvinnulífi og fleiru ásamt því að safna sýnum hvers kyns. Verkefnið var óraunhæft í umfangi, en andi þessa ungu náttúrufræðings, og síðar læknis, var stórfenglegur.
Trailer fyrir Kórónulestur
Kynning á lestri úr gömlum íslenskum ritum meðan á Kórónaveirunni stendur. Tilvalið tækifæri til að hlusta og svo hringja í aldraða ættingja, spjalla um gamlar bækur og heyrum hvað íslenska bókakynslóðin hefur lesið.