Haldið norðaustur í Þingeyjarsýslu og 86 ár aftur í tímann í þessum Kórónulestri
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1984 (2.lestur)
Við höldum áfram að fræðast um jarðfræði Reykjanesskagans í tilefni nýlegs jarðskjálfta vestan við Kleifarvatn, en saga skagans er samofin jarðskjálftum og eldgosum.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1984 (1.lestur)
Lestur um jarðfræði Reykjanesskaga í tilefni af stærsta jarðskjálfta sem mælst hefur síðan árið 2003, en vestan við Kleifarvatn skalf jörð 20 okt og fannst 5.6 ricther skjálftinn allt vestur á firði. Í lestri dagsins fáum við innsýn í sögulega þróun jarðfræði Reykjanesskaga
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1976 (2.lestur)
Annar lestur
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1976 (1.lestur)
Höldum inn að Fjallabaki, eða hvernig svo sem leið um Fjallabaksleið Syðri er fallbeygð og notuð, en víst er að svæðið er ægifagurt og fjölbreytt. Það eru ófáar perlurnar á hálendi Íslands, og líklega ekki neins staðar fleiri en á svæðinu sem Árbók FÍ gerði að umfjöllunarefni árið 1976.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (12lestur)
Annar lestur úr Árbók FÍ, 1975, þar sem farið er yfir jarðfræði Mýrdals ásamt fleiru.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur)
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1975 (1.lestur) þar sem viðfangsefnið er Mýrdalur. Fyrsti lestur eftir langt hlé, en satt best að segja vonaði ég að ég myndi aldrei aftur lesa Kórónulestur í ljósi þess að lesturinn er bundinn því að veiran sé enn að hafa mikil áhrif á samfélagið. Slíkt virðist nú vera raunin og hef ég því ákveðið að bjóða örlitla skammta af fróðleik úr hinum miklu fjársjóðshirslum sem Árbækur FÍ hafa að geyma. Óska öllum góðs gengis að glíma við hver þau vandamál sem upp koma vegna þessa ástands, og hvet ykkur til að fara varlega, finna upp á einhverju skemmtilegu, og hlakka til betri tíðar.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1985 (2.lestur)
Annar lestur úr Árbók FÍ 1985 um nágrenni Reykjavíkur, en að þessu sinni förum við í kring um Esjuna. Hið þekkta svæði Mógilsár, til austurs eftir hlíðum Kistufells, að Móskarðshnjúkum og þaðan hringinn. Þórnýjartindur, Stardalur, Eilífsdalur, glæfraför fólksbíls illfærar smáár eru meðal þess sem lesturinn fræðir okkur um.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1985 (1.lestur)
Fjallað um næsta nágrenni Reykjavíkur, en í lestrinum verður sjónum beint að Heiðmörk, útivistarparadís og vin höfuðborgarbúa. Langur listi höfunda koma að árbókinni 1985, enda mikill fróðleikur á ferð.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1973 (2.lestur)
Við lesum áfram um Svarfaðardalinn, en að þessu sinnni mjöööög hægt! Lesturinn er hugsaður handa þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál, en eru langt komnir í að læra. Þetta kemur í kjölfarið af fyrirspurn frá Facebook hóp útlendinga sem hjálpast að við að læra íslensku, og þótti Kórónulestur vera skýr. Því ákvað ég að hægja á lestrinum í þetta skiptið, fyrir alla þá eru að læra þetta erfiða tungumál. Hefst kennslan, í Svarfaðardal :)
This reading is still in Icelandic, but slower, in order for non native speakers, studying Icelandic (though rather advanced to understand) to better understand and learn. This comes after members of a Facebook group told me some of them listen to the readings, and use it to help them learn. So this one is for you all, with wishes of further understanding of this complicated language.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1973 (1.lestur)
Hjörtur E Þórarinsson ritar Árbók FÍ 1973 og fjallar um heimaslóðir sínar í Svarfaðardal. Fjallað er um landslagið, fjöll þess, ár, tún, sögu, fólk og ýmsan fróðleik. Stóllinn, Kerling, Skíðadalur, gulstör, aðalbláber, Gljúfráin, ofl
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1972 (1.lestur)
Árbók FÍ 1972 fjallar um Rangárvallasýslu austan Markarfljóts, svæði sem ég rek ættir mínar til og leyfi mér að minnast fólks og fjalla frá persónulegum sjónarhóli. Skriðuhlaup og langlífur verslunarrekstur, stórbýli og frægasti hreppsfundur Íslandssögunnar, allt í ritstjórn Páls Jónssonar
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1966 (1.lestur)
Árbók FÍ árið 1966 fjallar um Rangárvallasýslu vestan Markarfljóts, og er efnið í höndum d. Haraldar Matthíassonar. Sérstök áhersla lestursins í dag er á Markarfljótið sem farartálma sem og tenging svæðisins við Njálu.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1960 (1.lestur)
Suðurjöklar er nafn Árbókar Ferðafélags Íslands árið 1960, eftir Guðmund Einarsson, með vísan í Eyjafjallajökul, Mýrdalssjökul og Tindfjallajökul. Lesturinn vísar í þann síðastnefnda, sökum nálægðar við sumarbústað sem ég dvaldi í fyrir nokkrum dögum. Sömuleiðis er Fjallabaksleið Syðri til umfjöllunar í árbókinni, og hljómar niður Eystri Rangár við lok lesturs, enda samsíða þessari fornu leið að hluta.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1995 (2.lestur)
Annar lestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1995 um Heklu. Lesturinn er tekinn upp í sumarbústað suðaustan við Heklu svo tengingin er sterk, en hljóðgæðin síðri! Ég biðst afsökunar á seinkun í nýjum lestri síðustu daga en tæknileg vandamál hömluðu mér. Vona að þið njótið.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1995 (1.lestur)
Árbók FÍ árið 1995 fjallar um Heklu, umhverfi hennar og áhrif. Efni bókarinnar er tekið saman af Árna Hjartarsyni, en fyrri Kórónulestur tók til árbókar 1945 þar sem Hekla var sömuleiðis til umfjöllunar. Í þessum lestri ber Selsund helst á góma auk þess sem fjallað er um dularfullt hvarf bæjar við rætur fjallsins.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1994 (1.lestur)
Guðrún Ása Grímsdóttir miðlar landslagi, náttúru, sögu og veðri Ystu Stranda í Árbók FÍ árið 1994. Svæðið er einna þekktast fyrir friðlandið Hornstrandir, en á þessum útnára byggðar má finna fjölbreytta sögu fólks í sambúð við óblíða náttúru.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1978 (1.lestur)
Jóhann Skaptason, fyrrverandi sýslumaður á Húsavík, ritar árbók FÍ 1978 með Suður Þingeyjarsýslu sem viðfangsefni. Fjallað er um Reykjadal og Aðaldal, bæi þeirra og búendur við lok 8. áratugarins.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 2001
Það er Kjöllur og kjalverðir (jöklar) sem eru viðfangsefni Arnórs Karlssonar og Odds Sigurðssonar í árbók FÍ 2001. Í þessum lestri verður farið yfir vatnasvið Kjalar (hér er Kjölur um Kjöl frá Kili til Kjalar!), landmótun og gróður.
Kórónulestur úr Árbók Ferðafélags Íslands 1979 (2.lestur)
Annar lestur úr árbók FÍ 1979 þar sem Sigurður Björnsson frá Kvískerjum fjallar um Öræfasveit. Hrikalegt landslag og fegurð Skaftafells, Morsárjökuls og Skeiðarár eru viðfangsefni lestursins.