Höldum inn að Fjallabaki, eða hvernig svo sem leið um Fjallabaksleið Syðri er fallbeygð og notuð, en víst er að svæðið er ægifagurt og fjölbreytt. Það eru ófáar perlurnar á hálendi Íslands, og líklega ekki neins staðar fleiri en á svæðinu sem Árbók FÍ gerði að umfjöllunarefni árið 1976.